Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. ágúst. 2010 08:01

Vaxtarsprotaverkefni af stað í Borgarfirði og á Snæfellsnesi

Vaxtarsprotaverkefni Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands hóf göngu sína árið 2007 á Suðurlandi, Ströndum og í Húnavatnssýslum. Árið 2008 var verkefninu hrint í framkvæmd í Þingeyjarsýslum, í Dalabyggð og Reykhólahreppi, eins og greint var frá hér í Skessuhorni. Á vorönn í fyrra voru Vaxtarsprotar á Austurlandi, á haustönn í Skagafirði, á síðustu vorönn í Eyjafirði en nú er röðin komin að Vesturlandi aftur því nú stendur til að hefja Vaxtarsprotaverkefni í Borgarfirði og á sunnanverðu Snæfellsnesi í næsta mánuði. Vaxtarsprotar er stuðningsverkefni sem hefur það markmið að hvetja og styðja við fjölbreytta atvinnusköpun í sveitum. Þátttakendur sitja námskeið þar sem þeir fá aðstoð við að þróa hugmyndir um eigin atvinnurekstur yfir á framkvæmdastig.

Námskeiðið hefst 13. september nk. og er stefnt að halda það í Breiðabliki og Borgarnesi ef næg þátttaka fæst. Því lýkur síðan 29. nóvember 2010. Kennt verður einu sinni í viku í fjórar klukkustundir í senn.

 

Vaxtarsprotaverkefnið verður kynnt nánar í Skólablaði Skessuhorns sem kemur út á miðvikudaginn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is