Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. ágúst. 2010 12:54

Þrír bílar í óhappi á Vesturlandsvegi

Lögreglunni í Borgarfirði og Dölum bárust í gær fjórar tilkynningar um umferðaróhöpp á 70 mínútna kafla síðdegis. Fyrsta óhappið var tilkynnt klukkan 16:58 og það síðasta klukkan 18:10. Þar af varð hörð aftanákeyrsla þriggja bíla á Vesturlandsvegi við Lyngholt í Hvalfjarðarsveit. Ökumaður fremsta bílsins hugðist beygja og hægði því á sér. Sá næsti ók aftan á hann og sá þriðji bættist síðan við. Slys á fólki voru minniháttar, aðallega eymsli undan bílbeltum. Bílarnir skemmdust hins vegar töluvert mikið. Nokkrar tafir urðu á umferð í kjölfar óhappsins.

Rétt er minna ökumenn á að hafa nægjanlegt bil á milli bíla, en mikið er um að ekið sé allt of nálægt næsta bíl og virðast slíkar aðstæður oft skapast þegar umferð er mikil og þétt. Ástæða er til að minna ökumenn á að þeir komast örugglega ekki fyrr á áfangastað með að hanga í kjölsoginu af næsta bíl á undan í slíkum bílalestum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is