17. ágúst. 2010 09:01
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa kynnt að aðalfundur samtakanna verður að þessu sinni haldinn dagana 10. og 11. september í félagsheimilinu Klifi í Snæfellsbæ. Fundurinn hefst klukkan 10 föstudaginn 10. september en stefnt er að honum ljúki á hádegi laugardaginn 11. september. Dagskrá fundarins verður nánar kynnt síðar.