17. ágúst. 2010 01:44
Til stóð að halda bæjarhátíðina Danska daga í Stykkishólmi um síðustu helgi. Þeim var eins og kunnugt er aflýst nokkrum vikum fyrr, en heimamenn létu ekki bjóða sér það. Hólmarar tóku sig því saman og héldu (Ekki) Danska daga um helgina þar sem boðið var uppá brekkusöng, hverfagrill og flugeldasýningu. Á laugardagskvöldinu var einnig ball með hljómsveitinni Orginal á Fimm Fiskum og var að sögn íbúa troðfullt út úr dyrum. Þá eru einnig fjölmörg dæmi um að heimamenn hafi skreytt hús sín og haldið hátíðina heima fyrir með svipuðum hætti og undanfarin ár.