Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. ágúst. 2010 06:40

Hreppstjórinn féll frá kæru þa sem dauðarefsing lá við

Stefán Skarphéðinsson sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu segir enn unnið að rannsókn sauðaþjófnaðar sem kom í ljós í fyrstu viku þessa mánaðar á tveimur stöðum í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum. Hann segir bagalegt að málin skuli ekki upplýsast og skorar á þá sem hugsanlega búa yfir vísbendingum að láta lögreglu vita.

Bóndi undir Eyjafjöllum las frétt Skessuhorns um sauðaþjófnaðinn og setti sig í samband við ritstjórn. Hann segir að fyrir nokkrum árum hafi komið upp mál á svæðinu sem gaman sé að rifja upp nú. Þannig háttaði til að þar í sveit tóku pörupiltar sig til og tóku tvö lömb traustataki í Þórsmörk.

Lömbin átti hreppstjórinn í Stóru Mörk. Lögregla stöðvaði strákana með lömbin á leið þeirra úr Þórsmörk. Hreppstjórinn og eigandi lambanna fór til sýslumannsins á Hvolsvelli þar sem hann vildi ekki sleppa drengjunum við þessi strákapör, vildi að þeir fengju í það minnsta sekt. Þá kom í ljós að dauðadómur við sauðaþjófnaði var enn í gildi í landinu, samkvæmt túlkun sýslumanns sem vafalaust hefur byggst á misskilningi, þar sem dauðarefsing var afnumin með öllu hér á landi árið 1928. Lagði því hreppstjórinn ekki í, af gæsku sinni þar sem hann vildi ekki láta reyna á lagabókstafinn sem sýslumaður byggði á, og lét kæru á hendur strákunum niður falla.

 

Þegar Skessuhorn bar það undir Stefán sýslumann í Borgarnesi hvort rétt væri, að téðir sauðaþjófar gætu átt von á dauðadómi ef ítrustu lögum yrði framfylgt, bjóst hann síður við því, en slíkt yrði væntanlega í höndum dómara að ákveða. Stefán rifjaði hins vegar upp að forfaðir hans, Björn Blöndal sýslumaður Húnvetninga, hafi verið síðasti sýslumaðurinn hér á landi til að framfylgja dauðarefsingu. Það gerði hann á Þrístöpum í Vatnsdalshólum í janúar 1830. Þá voru tekin af lífi Agnes Magnúsdóttir vinnukonu á Illugastöðum og Friðrik Sigurðsson bóndasonur frá Katadal. Þau höfðu verið dæmd til dauða fyrir morð á tveimur mönnum aðfararnótt 14. mars 1828, Nathani Ketilssyni bónda á Illugastöðum og Pétri Jónssyni frá Geitaskarði. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is