Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. ágúst. 2010 11:35

Norrænar æfingabúðir á Akranesi

Norrænar æfingabúðir í badminton fyrir U15 ára voru haldnar á Akranesi 11. – 15. ágúst sl. Tuttugu og sjö badmintonspilarar tóku þátt í búðunum og voru þjálfarar til að leiðbeina þeim. Frá Íslandi voru sex badmintonmenn og þar á meðal Halldór Axel Axelsson frá Badmintonfélagi Akraness. Þjálfari með íslensku krökkunum var Helgi Magnússon þjálfari hjá BA.

Samkvæmt upplýsingum frá Laufeyju Sigurðardóttur, sem sá um framkvæmd fyrir hönd Badmintonfélags Íslands, æfðu þátttakendur mjög mikið, tvisvar á dag, tvo tíma á morgnana og tvo á kvöldin, en auk þess var mjög fjölbreytt félagsleg dagskrá. Farið var í skoðunarferð að Gullfossi, Geysi og Þingvöllum. Einnig var farin ferð um Akranes, svo sem á Safnasvæðið á Akranesi og litið inn á sýninguna íþróttir á Akranesi í 100 ár.

Þá var farið í borgarferð til Reykjavíkur þar sem var verslað og farið í sund. Þá var Norrænt skemmtikvöld þar sem farið var í leiki í íþróttahúsinu og síðasta kvöldið var bingó þar sem vinningar voru ýmsir mynjagripir frá Íslandi. Fjáröflunarráð Danmerkurferðar Badmintonfélags Akraness sá um að gefa öllum að borða og stóð það sig frábærlega.

Badmintonsamband Íslands og Badmintonfélag Akranes vill þakka Akraneskaupstað og Brekkubæjarskóla kærlega fyrir stuðninginn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is