Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. ágúst. 2010 03:07

Þá höfðu bílaskoðunarmenn bara einn hjólatjakk og skoðuðu bílana úti

„Ég sótti um fyrir rælni þegar auglýst var eftir sumarmanni með Sigurði Guðjónssyni við Bifreiðaeftirlit ríkisins hér á Akranesi sumarið 1967 og var ráðinn. Síðan var ég beðinn um að vera áfram um haustið og fékk svo fastráðningu árið eftir,” segir Guðmundur Sigurðsson sem var bifreiðaeftirlitsmaður og prófdómari á ökuprófunum hátt í fjóra áratugi.  „Geir Bachman í Borgarnesi var umdæmisfulltrúi Bifreiðaeftirlits ríkisins fyrir Vesturland og við heyrðum undir hann. Þegar Geir hætti svo seinna tók ég við af honum sem umdæmisfulltrúi. Við skoðuðum bíla á Akranesi, í Borgarfirði, á Snæfellsnesi, í Dölum og allt norður á Strandir. Þetta voru skemmtileg ár og mikil ferðalög. Aðstaðan til að skoða bíla var nú hvergi beisin þá og eina sem við höfðum var hjólatjakkur. Bílarnir voru skoðaðir utan dyra, bara á mölinni og í hvaða veðri sem var.

Við vorum með skrifstofu í Skökkinni við Akratorgið en þar hafði Bergur Arinbjörnsson verið áður sem umdæmisfulltrúi Bifreiðaeftirlitsins og síðan með Sjóvá og bílaumboð. Síðan færðum við okkur upp í gömlu mjólkurstöðina og höfðum ágætis aðstöðu þar þótt áfram væri skoðað utan dyra. Við vorum tveir í þessu við Siggi framan af og svo voru menn úr Borgarnesi og Stykkishólmi með mér.”

 

Sjá ítarlegt viðtal við Guðmund í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is