Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. ágúst. 2010 10:01

Jafntefli Víkinga og Aftureldingar í Mosfellsbæ

Víkingur Ólafsvík voru langt frá sínum besta leik þegar þeir mættu Aftureldingu í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en þess má geta að fyrri viðureign liðanna í sumar fór 5-0 Víkingum í vil. Fyrsta mark leiksins kom á 22. mínútu eftir hornspyrnu. Þar var á ferðinni fyrirliðinn sjálfur Brynjar Gauti Guðjónsson sem skallaði boltann laglega í markið eftir spyrnu frá nafna sínum Brynjari Kristmundssyni. Leikurinn var heldur bragðdaufur eftir þetta mark og lítið um hættuleg færi. Þegar venjulegur leiktími fyrri hálfleiks var runninn á enda tókst heimamönnum þó að jafna metin og var þar á ferðinni fyrirliði Aftureldingar, Arnór Þrastarson. Seinni hálfleikur var heldur viðburðalaus en Víkingar voru þó líklegri til að bæta við marki og áttu fleiri skot. Þeir voru þó mjög heppnir að fá ekki mark á sig undir lok leiks þegar sóknarmaður Aftureldingar átti stórhættulegan skalla sem fór rétt framhjá markinu. Lokatölur því 1-1 og bæði lið einu stigi ríkari.

Næsti leikur Víkinga er gegn Hvöt á Blönduósi á laugardaginn. Víkingar eru í góðri stöðu á toppi deildarinnar með 43 stig en fimm leikir eru eftir af tímabilinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is