Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. ágúst. 2010 03:01

Ljósleiðarinn nú aðgengilegur öllum á Akranesi

Ljósleiðaravæðing á Akranesi er nú lokið og var ljósleiðarinn formlega afhentur Akraneskaupstað í gær, miðvikudaginn 18. ágúst, við athöfn í Safnaskálanum í Görðum. Það var Birgir Rafn Þráinsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur sem afhenti Jóni Pálma Pálssyni starfandi bæjarstjóra Akraneskaupstaðar mynd því til staðfestingar. Við athöfnina voru einnig bæjarfulltrúar og forstöðumenn stofnana Akraneskaupstaðar. Í ræðu sinni minntist Birgir Rafn meðal annars á þá staðreynd að Akranes væri þar með eitt af fyrstu sveitarfélögum á landinu, og raunar í heiminum, þar sem öll heimili eiga kost á fjarskiptaþjónustu um ljósleiðara.

 

 

 

 

 

Heimili fá ljósleiðarann að kostnaðarlausu

“Huga þurfti að mörgum þáttum varðandi framkvæmdina og tæknilega útfærslu, en ekki síst að halda kostnaði í lágmarki án þess að það bitnaði á gæðum eða getu kerfisins.  Það var því fljótlega ljóst að mjög metnaðarfull markmið, að ljúka ljósleiðaratengingum alls íbúðarhúsnæðis fyrir árslok 2006, væru ekki raunhæf.  Nú, tæpum fjórum áður síðar en að var stefnt í upphafi, er verkinu þó lokið á þann hátt og með þeim gæðum sem upphaflega var að stefnt. Góðir hlutir gerast stundum hægt, en gerast þó,” sagði Birgir Rafn.

Þess má geta að auk kostnaðar við sjálfa framkvæmdina leggur Gagnaveitan einnig út þann kostnað sem til fellur þegar íbúar hefja notkun sína á ljósleiðaranum, sem felst þá í búnaði og innanhússlögnum. Þannig geta heimili á Akranesi tekið ljósleiðarann í notkun í stað gömlu tengingarinnar án þess að leggja út í kostnað eða greiða stofngjöld. Að sögn Birgis hefur ljósleiðarinn nú verið tengdur til rúmlega 2500 heimila. Þegar hafa um 30% þeirra tekið ljósleiðarann í notkun fyrir háhraða Internetþjónustu, stafræna og gagnvirka sjónvarpsmóttöku og heimilissíma og fjölgar þeim jafnt og þétt að sögn Birgis. Auk þess að tengja ljósleiðarann til heimila hefur Gagnaveitan tengt starfsstaði Akraneskaupstaðar saman í eitt háhraðanet, svokallað bæjarnet. Að lokum óskaði Birgir Rafn Akurnesingum öllum til hamingju með ljósleiðarann sem er fullkomnasta fjarskiptalausn sem völ væri á.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is