Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2010 06:47

Geimverur sækja í berin í Kolgrafarfirði

Mikil aukning hefur verið í ferðaþjónustu á Snæfellsnesi og áberandi hve mikil aukning er meðal íslenskra ferðamanna. Í Grundarfirði hefur þessi aukning verið veruleg enda mikil aukning á framboði í þjónustu. Sem dæmi má nefna að yfir 200 gistirúm eru þar í boði hjá nokkrum ferðaþjónustuaðilum. Þessi rúm hafa verið vel nýtt í sumar og oft á tíðum fullbókað. Nú þegar skólar byrja fækkar íslenskum ferðamönnum. En á þessum tíma fjölgar mjög ferðafólki frá Spáni og Ítalíu. Þá má búast við mikilli ásókn í ber á Snæfellsnesi þar sem víða er góð berjalönd að finna.

Fyrrum lá þjóðvegur um Kolgrafarfjörð sem nú er fáfarinn eftir að brú var byggð yfir fjörðinn. Það eru því ekki margir á ferð um þennan fallega fjörð. Það virðast verur frá öðrum sólkerfum nýta sér og er allmargar vísbendingar um að þær hafi verið þar á ferð að undanförnu. Telja má víst að þær sæki í berin því lendingastaðir þeirra eru gjarnan í námunda við góð berjalönd. Sverrir Karlsson ljósmyndari var á ferð um Kolgrafarfjörð nýverið og tók þá mynd af einum slíkum lendingarstað. Arnór Páls Kristjánssonar bóndi á Eiði telur að hringurinn sem á myndinni sést hafi ekki verið þarna í síðasta mánuði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is