Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2010 06:47

Geimverur sækja í berin í Kolgrafarfirði

Mikil aukning hefur verið í ferðaþjónustu á Snæfellsnesi og áberandi hve mikil aukning er meðal íslenskra ferðamanna. Í Grundarfirði hefur þessi aukning verið veruleg enda mikil aukning á framboði í þjónustu. Sem dæmi má nefna að yfir 200 gistirúm eru þar í boði hjá nokkrum ferðaþjónustuaðilum. Þessi rúm hafa verið vel nýtt í sumar og oft á tíðum fullbókað. Nú þegar skólar byrja fækkar íslenskum ferðamönnum. En á þessum tíma fjölgar mjög ferðafólki frá Spáni og Ítalíu. Þá má búast við mikilli ásókn í ber á Snæfellsnesi þar sem víða er góð berjalönd að finna.

Fyrrum lá þjóðvegur um Kolgrafarfjörð sem nú er fáfarinn eftir að brú var byggð yfir fjörðinn. Það eru því ekki margir á ferð um þennan fallega fjörð. Það virðast verur frá öðrum sólkerfum nýta sér og er allmargar vísbendingar um að þær hafi verið þar á ferð að undanförnu. Telja má víst að þær sæki í berin því lendingastaðir þeirra eru gjarnan í námunda við góð berjalönd. Sverrir Karlsson ljósmyndari var á ferð um Kolgrafarfjörð nýverið og tók þá mynd af einum slíkum lendingarstað. Arnór Páls Kristjánssonar bóndi á Eiði telur að hringurinn sem á myndinni sést hafi ekki verið þarna í síðasta mánuði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is