Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2010 09:01

Togarar landa makríl á Akranesi

Ísfiskstogarar hafa landað talsverðu af makríl til bræðslu á Akranesi að undanförnu og var Ísafjarðartogarinn Stefnir líklega síðastur þeirra til að landa með sinni annarri löndun í gær. Páll Pálsson ÍS landaði í fyrradag og var það líka hans önnur löndun. Heildarkvóti ísfiskstogara á makrílveiðum var ákveðinn 15.000 tonn og er sá kvóti nú svo gott sem búinn. Þrír ísfiskstogarar HB Granda hafa nú lokið sínum veiðum en það eru Sturlaugur H. Böðvarsson, Ottó N. Þorláksson og Ásbjörn. Þeir lönduðu öllum sínum afla til bræðslu á Akranesi en skipin voru við veiðarnar skammt vestur af landinu.  Þá voru komin á land í bræðslu HB Granda á Akranesi 1.500 tonn af makrík, en alls hafa borist 31.000 tonn af hráefni það sem af er árinu, sem er svipað og heildarmagnið síðustu árin í verksmiðjuna. Allt hráefni sem borist hefur á þessu ári hefur farið í mjöl í hæsta gæðaflokki.

Björn Almar Sigurjónsson rekstrarstjóri fiskimjösverksmiðja HB Granda segir skipin ekki vera með mikinn afla í hverri ferð, eða þetta 70-110 tonn. Hann segir veiðarnar stundaðar í flottroll og meðafli sé nánast enginn þótt smávegis af síld hafi verið í einstaka farmi. Björn Almar segist reikna með að ekki berist meiri makrílafli til Akraness en uppsjávarveiðiskip HB Granda landa sínum afla til flökunar og frystingar á Vopnafirði og þau eru langt komin með 15.000 tonna kvóta sinn. „Við höfum líka verið að taka við afskurði og úrgangi til bræðslu frá makrílsvinnslu G.Run. í Grundarfirði og vorum einmitt að losa einn bíl frá þeim núna rétt í þessu,” sagði Björn Almar þegar rætt var við hann í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is