Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2010 11:02

Kaffisala í Ölveri á sunnudaginn - Sjötugasta starfsárinu að ljúka

Vel heppnuðu sumarbúðastarfi á vegum KFUM og K í Ölveri undir Hafnarfjalli lýkur með hinni árlegu kaffisölu í búðunum næstkomandi sunnudag klukkan 14-17:30. Að sögn Guðna Más Harðarsonar gjaldkera sumarbúðanna hefur aðsókn að Ölveri verið gríðarlega góð í sumar og lítur jafnvel út fyrir að met verði slegið.  Um þessar mundir eru einmitt 70 ár frá því sumarbúðastarf hófst á vegum KFUM og K. Í fyrstu voru þær starfræktar í skátaskála við Akrafjall en síðan 1952 hefur KFUM og K starfsrækt sumarbúðir fyrir stúlkur í Ölveri.

 

 

 

 

Axel Gústafsson á Akranesi hefur í áratugi verið mjög virkur í starfi KFUM og meðal annars borið sumarbúðastarfið fyrir brjósti. „Mér hefur alltaf þótt vænt um Ölver,“ segir Axel sem ætlar ekki að láta sig vanta þangað í kaffið á sunnudaginn, enda mun þar vera mjög vel mætt á hverju ári. Þar svigna borð undan girnilegum tertum og kökum sem velunnarar starfsins bjóða gestum að kaupa og styrkja um leið starfsemina.

 

Sjá nánar umfjöllun um sögu Ölvers og frumkvöðlanna sem ruddu þar brautina, í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is