Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2010 03:02

Vestlenskir hönnuðir og framleiðendur bjóða í teboð

Leir 7 í Stykkishólmi setur nú á markað og kynnir nýja hönnun og framleiðslu sem eru tebollar unnir úr leir frá Fagradal á Skarðsströnd. Framleiðslan verður frumsýnd í tveimur teboðum sem haldin verða tvær næstu helgar. Fyrri kynningin ásamt teboði fer fram í Vatnasafninu í Stykkishólmi á morgun, laugardaginn 21. ágúst kl. 15–17. Síðari kynningin verður síðan í Brúðuheimum í Borgarnesi laugardaginn 28. ágúst kl. 14–16. í tilkynningu frá framleiðendum kemur fram að allir séu velkomnir. Leir 7 er fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á vörum úr leirnum frá Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. Sigríður Erla Guðmundsdóttir stofnaði fyrirtækið árið 2007 í Stykkishólmi. Hún hefur um árabil unnið að tilraunum og tamningu leirsins sem er aðalhráefni í framleiðslunni.

Það sem helst einkennir framleiðsluna er tenging við bragðlaukana. Fyrst ber að nefna leirpott sem tengist lambakjötinu og unninn er í samvinnu við hönnunarfyrirtækið Borðið og Skessuhorn sagði frá þegar þeir voru kynntir á síðasta ári. Þá framleiðir Leir 7 sérstakan disk fyrir harðfisk sem hertur er hjá Friðborgu í Stykkishólmi. Jafnframt framleiðir fyrirtækið borðbúnað fyrir bláskel sem veidd er í Breiðafirði, kaffibolla og fleiri lystaukandi form.

 

Fjórir keramikhönnuðir munu í teboðunum næstu helgar kynna bolla sem allir tengjast íslenskum jurtum og eru framleiddir af Leir 7. Elísabet Haraldsdóttir sýnir Aðalbláan sem sækir áhrif til bláberjalyngs, Kristín Ísleifsdóttir sýnir Birki, Ólöf Erla Bjarnadóttir sýnir Fífil og Sigríður Erla Guðmundsdóttir sýnir Hrút sem sækir áhrif til hrútaberja. Hugmynda- og hönnunarvinna var sameiginleg en Sigríður Erla hefur þróað fljótandi leirmassa úr leirnum frá Ytri-Fagradal, sem bollarnir eru framleiddir úr. Hildigunnur Gunnarsdóttir er hönnuður umbúða á tebollunum. Tebollarnir verða sýndir og kynntir ásamt sérblönduðu tei úr þeim fjórum jurtum sem sýndar eru á bollunum. Teið sem kynnt er undir nafninu Fagradals te er framleitt af Þóru Þórisdóttur sem rekur sprotafyrirtækið urta.islandica.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is