Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2010 11:59

Rannsókn á tildrögum vinnuslyss lokið

Sérstök rannsóknarnefnd sem skipuð var fulltrúum móðurfélags Elkem Íslandi og rannsakaði tildrög vinnuslyss sem varð í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga 29. júní sl. hefur lokið rannsókn sinni. Starfsmaður verksmiðjunnar lést af brunasárum sem hann hlaut í slysinu. Fyrr í þessari viku hófst vinna við að endurræsa ofninn sem eldurinn slapp úr. Yfirumsjón og meginþungi rannsóknarinnar hefur hvílt á sérfræðingum frá móðurfélaginu Elkem AS í samstarfi við starfsmenn verksmiðjunnar hér á landi. Vinnueftirlitið hefur frá upphafi fylgst með framgangi rannsóknarinnar og var ákvörðun um að gangsetja ofninn á nýjan leik tekin í samráði við stofnunina. Niðurstöður í sjálfstæðri rannsókn Vinnueftirlitsins á tilurð slyssins liggja einnig fyrir.

“Slysið varð við framleiðslu á svokölluðu 55% kísiljárni en hefðbundin framleiðsla Elkem Ísland er járnblendi með 65% eða 75% magni kísils. Elkem AS hefur framleitt 55% kísiljárn um áratugaskeið án teljandi óhappa og í samvinnu við félagið var þróuð sambærileg framleiðslulína á Íslandi. Við rannsókn slyssins hefur komið í ljós að við framleiðslu þessarar tegundar kísiljárns leynast meiri hættur en þegar kísilmagn járnblendisins er meira.

 

Nokkrir samverkandi þættir eru taldir hafa valdið slysinu. Hráefni sem fyllt var inn á ofninn með venjubundnum hætti hafði ekki sigið niður í ofninn heldur myndað brú yfir holrými sem fyrir vikið óx óeðlilega. Þegar brúin hrundi fylgdi henni mikið magn af nýju köldu hráefni sem komst þannig snögglega í samband við mikinn hita á botni ofnsins. Við það losnaði umtalsvert gasmagn á örskömmum tíma og heitar brennanlegar lofttegundir mynduðu eldhaf sem leitaði út um opna lúgu þar sem unnið var við áfyllingu hráefnis.

 

Stjórnendur Elkem Ísland hafa í kjölfar slyssins og rannsóknarinnar tekið ákvörðun um margþættar aðgerðir til þess að auka enn frekar öryggi starfsemi sinnar. Í fyrsta lagi mun verksmiðjan einungis sinna framleiðslu járnblendis með a.m.k. 65% kísilinnihaldi. Hráefnisskammtar verða minnkaðir verulega í öllum ofnum verksmiðjunnar og hráefnismötun verður tölvustýrð. Með aukinni sjálfvirkni verður vinna á svokallaðri skörungshæð þar sem slysið átti sér stað minnkuð verulega og það tryggt að starfsmenn á hæðinni þurfi ekki að fara út úr vinnuvélum sínum. Til viðbótar verður vinnubrögðum á skörungshæð breytt með ýmsum öðrum hætti, eftirlit með rakainnihaldi og ástandi hráefnis verður aukið, ýmsar vinnureglur hertar og þjálfun starfsfólks vegna nýs vinnulags aukin enn frekar,” segir í frétt frá verksmiðjunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is