Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. ágúst. 2010 08:01

Vísindaferð að nýju vatni á toppi Oksins

Fyrirhugað er á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs að fara í vísindaferð upp á Okjökul á morgun, þriðjudag. Tilgangur ferðarinnar er að rannsaka nýja vatnið í gígnum sem þar hefur myndast á síðastliðnum árum vegna hlýnunar veðurs og bráðnunar jökulsins. “Ávallt er forvitnilegt í líffræðilegu tilliti að fylgjast með þróun nýs vistkerfis og hvernig landnám lífvera gengur fyrir sig. Slík tækifæri gefast ekki oft. Þess vegna er mjög spennandi að fylgjast með framvindu vatnsins og lífsins í því. Þá er hugsanlegt að í botnseti vatnsins leynist nokkur þúsund ára gömul saga lífríkis, en búast má við að vatnið hafi verið íslaust á hlýskeiðum fyrri árþúsunda,” segir Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs í samtali við Skessuhorn.

Hilmar segir að gert sé ráð fyrir að fá þyrlu Norðurflugs til að flytja búnað upp að gígvatninu í fyrramálið og aftur niður af því síðdegis. Fjórir til sex vísindamenn fara hins vegar fótgangandi frá stað nálægt beinakerlingunni efst á Kaldadalsvegi.

 

Blávatn, Helgupytla eða Kringluvatn?

“Fyrir Borgfirðinga og landsmenn alla er mikilvægt að finna upp á góðu nafni á þessu nýjasta vatni landsins. Er ekki örnefnanefnd starfandi í Borgarbyggð,” spyr Hilmar. Hann segir að kunningi sinn og hagyrðingur hafi stungið upp á nafninu Blávatni og vísað þar til þess að ís og jökull við vatnið hafi litað vatnið ísbláum lit. “Sjálfur kallaði ég vatnið fyrst Helgupytlu með vísan í eiginkonu mína, sem fyrst greindi frá tilvist vatnsins ásamt mér í frétt í Skessuhorni 26. ágúst 2007, og þess að vatnið var ekki stórt um sig. En kannski að Kringla/Kringluvatn sé viðeigandi með tilvísun í Snorra og Heimskringlu og þess að vatnið er býsna kringlótt eins og gígvötn jafnan eru,” segir Hilmar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is