Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. ágúst. 2010 12:28

Útlit fyrir góða kornuppskeru í haust

Haraldur Magnússon bóndi í Belgsholti í Melasveit hóf að þreskja korn á ökrum sínum í gær. Er það með fyrsta móti sem hann byrjar þreskingu, en árið 2004 segist hann hafa byrjað um sama leyti en þá hafi kornið ekki verið eins vel þroskað og það er nú. Haraldur sáði í 66 hektara korns í vor og segist fá meiri uppskeru en hann þurfi fyrir kýrnar. “Ég sel einnig Ölgerðinni korn til bruggunar á bjór og þá geymi ég einnig korn til endursáningar næsta vor,” segir hann. Víðar á Vesturlandi er gott útlit með uppskeru, komi ekki áföll í veðri sem tefja fyrir eða skemma uppskeru. Svanur Guðmundsson í Dalsmynni í Eyja- og Miklaholtshreppi segir kornsprettu hafa verið góða í sumar þar um slóðir. Reyndar hafi hann verið að glíma við köfnunarefnislosun í mýrlendi sem hann ræktar í og muni það eitthvað seinka uppskeru.

Þó gerir hann ráð fyrir að hefja þreskingu upp úr næstu mánaðamótum. Fjórir aðrir bændur í nágrenni Svans rækta korn en þeir sameinast um þurrkunarstöð þar sem um 200 tonn fara í gegn. Sjálfur sáði Svanur í 22 hektara núna en í fyrra fékk hann 50-60 tonn af byggi.

 

Nánar er rætt við Harald í Belgsholti í Skessuhorni sem kemur út næsta miðvikudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is