24. ágúst. 2010 09:01
Síðasta laugardag bauð Kaupfélag Borgfirðinga bændum og búaliði, sem og öðrum viðskiptavinum, til árlegrar Sumarhátíðar í og við verslunina við Egilsholt. Þrátt fyrir að svalur vindur léki um Borgarfjörð létu íbúar tækifærið ekki fram hjá sér fara og brugðu sér í Kaupfélagið. Boðið var upp á kynningar á vöru og þjónustu, tilboð, smökkun og skemmtiatriði. Ýmis húsdýr voru til sýnis, allt frá hænsnum til hesta og meira að segja mátti einnig sjá bændur í búri. Þá reyndu búmenn fyrir sér í ýmsum þrautum eins og staurakasti, þrautahlaupi, reiptogi og konudrætti. Þjóðlegra getur það trauðla verið. Borgnesingar, Mýramenn og bændur í Þverárþingi sýndu hvað í þeim bjó, en Sveinn Hallgrímsson kaupfélagsformaður stýrði keppni.
Í Skessuhorni á morgun má sjá myndasyrpu frá Sumarhátíð KB.