Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. ágúst. 2010 07:01

Grundaskóli áfram leiðtogaskóli í umferðarfræðslu

Fulltrúar Grundaskóla á Akranesi og Umferðarstofu ásamt samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skrifuðu í dag undir áframhaldandi samning um umferðarfræðslu í skólum. Skólinn hefur verið móðurskóli umferðarfræðslu í grunnskólum landsins frá 2005. Samningurinn er rammasamningur um umferðarfræðslu í grunnskólum landsins og verður Grundaskóli áfram móðurskóli í því verkefni og öðrum grunnskólum til fyrirmyndar og ráðgjafar og fær skv. samningnum greitt eitt stöðugildi fyrir það.

 

 

 

 

Markmiðið með samningnum er að efla umferðarfræðslu í skólum og stuðla að fækkun umferðarslysa með markvissri fræðslu. Verkefnisstjóri í Grundaskóla sinnir umferðarfræðslu sérstaklega og svarar erindum frá öðrum skólum og skipuleggur námskeið og fræðslufundi fyrir kennara. Þá munu samningsaðilar fylgja eftir umferðarvefnum www.umferd.is í samvinnu við Námsgagnastofnun og kynna vefinn fyrir öðrum skólum. Ráðherra sagði að þrátt fyrir að draga þyrfti úr útgjöldum ríkisins á mörgum sviðum þá væri sumt sem ekki mætti skerða og fjárveiting til þessa verkefnis væri þar á meðal.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is