Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. ágúst. 2010 01:45

Fyrsti skóladagurinn spennandi - nokkur börn felldu þó tár

Nú eru grunnskólarnir að hefja vetrarstarf sitt og fjöldi nemenda sestir á skólabekk á ný eftir sumarfrí. Skessuhorn leit í heimsókn í Brekkubæjarskóla á Akranesi í morgun þar sem fyrsti almenni skóladagurinn í vetur var að hefjast. Þar eru alls 42 nemendur að hefja nám í fyrsta bekk og munu tveir kennarar hafa umsjón með bekknum; þær Sigríður Matthíasdóttir og Sigrún Þorbergsdóttir. Er blaðamann bar að garði sat hluti bekkjarins í hring og krakkarnir voru að læra nöfnin hjá hvoru öðru. Til þess var notaður skrítinn hattur en hann var látinn ganga hringinn og svo var sungið þegar hver og einn var með hattinn. Fljótlega komu frímínútur og voru krakkarnir að vonum spenntir að komast út í góða veðrið að leika sér.

 

 

 

Sigríður hefur ekki kennt fyrsta bekk áður en hún segir fyrsta skóladaginn hafa gengið ofboðslega vel. “Ég hef áður kennt á miðstigi en þetta verkefni er mjög spennandi. Krakkarnir eru búnir að vera mjög duglegir en í dag eru þau að læra nöfnin á hvoru öðru, merkja skóhólfin sín og kynnast umhverfinu,” sagði hún.

 

Sigrún segir mikilvægast á fyrsta deginum að börnin finni að þau séu velkomin. “Síðan þurfa þau að læra grunnreglur eins og að rétta upp hönd og hafa hljóð þegar kennarinn biður um það. Í vetur munu þau læra lestur, skrift og að þekkja tölurnar. Þau þurfa að læra að bera virðingu hvert fyrir öðru og fyrir dótinu sínu. Svo læra börnin frá fyrsta degi að þekkja umhverfisstefnu Brekkubæjarskóla,” sagði Sigrún. Aðspurð hvernig krökkunum finnist að vera byrjuð í skóla segir hún flest vera mjög spennt þó svo að sum séu lítil í sér. “Það voru nokkur sem grétu aðeins í morgun, það getur verið erfitt að sleppa mömmu og pabba.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is