Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2010 09:32

Súla í vanda efst á Haukadalsheiði

„Það eru ekki margir Íslendingar sem hafa séð súlu í seilingarfjarlægð hvað þá að maður eigi von á því að rekast á þennan sjófugl upp á háheiði,“ segir Ágúst Rúnarsson ferðaþjónustueigandi frá Þjóðólfshaga á Rangárvöllum Ytri, sem var á leið yfir Haukadalsheiði sl. þriðjudag ásamt hópi Hollendinga. „Við vorum að koma frá Eiríksstöðum á leið til Vatnsness í selaskoðun þegar við urðum súlunnar varir. Ég hélt í fyrstu að þetta væri veiðibjalla, en svo sáum við að þetta var ung súla.“  Ágúst telur fullvíst að fuglinn hafi villst af leið. „Ég reyndi að koma honum til flugs en það tókst ekki. Við komum fuglinum fyrir hjá Jónasi Guðjónssyni bónda á Hömrum í Haukadal og var fuglinn talsvert dasaður við ferðina af heiðinni. Ég er þeirrar skoðunar að fuglinn hafi verið í Látrabjargi en þar er eitthvað um súlur. Hann hafi afvegaleiðst með sterkum norðanvindum síðustu daga og orðið matarlaus.“

Ágúst segist hafa haft samband við starfsmenn Húsdýragarðsins í Reykjavík og þeir vilji gjarnan fá fuglinn ef ferð fengist fyrir hann suður. „Það er hins vegar ljóst að fuglinn kemur ekki til með að lifa lengi inni í landi. Það er sorglegt ef aflífa þyrfti fuglinn,“ segir Ágúst sem er mikill fuglaáhugamaður og hefur talsverða þekkingu á fuglum sem nýtist honum vel í ferðaþjónustunni. Aðalbækistöðvar súlunnar hér á landi eru í Eldey, sem er friðuð, og það er m.a. ástæðan fyrir því að súlan er frekar fáséður fugl hér á landi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is