Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2010 11:29

Skipulagslög eru gölluð og taka ekki á viðbúnaði gegn gróðureldum

Í viðali við Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum í Skorradal í Skessuhorni vikunnar fjallar hún meðal annars um þá stórauknu hættu sem er á að gróðureldar geti orðið það miklir að ekki verði við neitt ráðið. Eitt helsta baráttumál Huldu sem hreppsnefndarfulltrúi í sinni sveit er að koma því til leiðar að hætta á gróðureldum verði skilgreind sem náttúruvá og við henni verði brugðist með viðeigandi hætti, bæði í dalnum og á landsvísu. Þetta vill hún gera með lögum, raunhæfu hættumati og viðbragðsáætlunum. “Við Íslendingar verðum að þora að horfast í augu við að sú þróun sem orðið hefur síðustu áratugina, við aukinn gróður, minni beit og breytt veðurfar, þýðir að hætta á gróðureldum hefur aukist stórlega og að víða eru frístundabyggðir í hættu,“ segir Hulda. 

Mörg útköll vegna gróðurelda

Skorradalur er að stórum hluta einn samfelldur skógur og frístundabyggð á sex víðfeðmum svæðum í dalnum. Þar geta á góðum helgum verið á þriðja þúsund manns í sumarhúsum. Mikilvægi þess að brunavarnir séu í lagi er því augljóst. Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Borgarbyggðar, sem einnig þjónar Skorradalshreppi samkvæmt samningi, hefur einnig bent á þessa hættu sem Hulda gerir að umtalsefni. “Mér finnst Hulda vera að vinna ákveðið brautryðjendastarf á landsvísu og á hennar boðskap ættu menn að hlusta,” segir Bjarni. Að hans mati er helsta vandamálið sem við er að etja sjálf skipulagslögin, sem í raun eru meingölluð. “Í skipulagslögum er verið að skipuleggja jarðir undir skógrækt. Yfirleitt eru þær eitt brunahólf og ekki gert ráð fyrir brunavörnum með því að reita svæði niður þannig að gróðureldur komist ekki óheftur um allt. Þetta höfum við verið að upplifa í tíðum gróðureldum síðustu árin hér í Borgarfirði og á Mýrum. Þekktasta dæmið er náttúrlega Mýraeldar árið 2006 en síðan hafa orðið nokkrir stórir eldar þar sem litlu hefur mátt muna að stórtjón hlytist af. Við lentum til dæmis í eldi á tuga hektara svæði í landi Jarðlangsstaða á Mýrum í vor að illmögulegt var að hefta útbreiðslu elds sem kominn var af stað í þykkri gróðurflækju og kjarri. Þá mátti litlu muna að eldur færi í hús í gróðureldi í Munaðarnesi í sumar. Dæmin eru mun fleiri. Þó fólk hafi ekki skaðast í þessum eldum, er það að mínu viti ekkert annað en heppni,” segir Bjarni.

 

Snertir öryggi fólks

Auk þess að nauðsynlegt er að reita landspildur niður í skipulagi út frá brunavörnum segir Bjarni að huga verði að fleiru og lögfesta það. “Gott aðgengi að nægjanlegu vatni þarf að vera til staðar og vegir þurfa að vera breiðir og traustir til að að þeir beri að lágmarki tíu tonna bíla. Á sumum stöðum í frístundabyggðunum eru jafnvel skurðruðningar notaði sem undirlag undir vegi og ofaníburðurinn ekki meiri en svo að hann líkist sykri á pönnuköku. Slíkir troðningar stöðva enga elda og bera ekki slökkvibíla.” Bjarni segir að skipulagslög taki á ýmsu sem sér finnist minna mál en brunavarnir. “Staðsetning rótþróa þarf að vera nákvæmlega skilgreind, litir á húsum, mænisstefna, hundahald og ýmislegt fleira. Það eru hins vegar ekki gerðar neinar kröfur til þess að aðkomu að húsunum vegna slökkviliðs og annarra viðbragðsaðila sé í lagi. Ég tek því heilshugar undir sjónarmið Huldu á Fitjum og skora á ráðamenn að koma skipulagslögum í viðundandi horf fyrir frístundabyggðir, skógræktarsvæði og annarsstaðar sem hætta er á gróðureldum. Það verður að skerpa á reglum um hólfun svæða, vegagerð, flóttaleiðir, aðgengi að vatni og annað sem snýr að eldvörnum og öryggi fólks,” segir Bjarni Kr Þorsteinsson slökkviliðsstjóri.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is