Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2010 01:01

Tékkneskir sveitarstjórnarmenn í heimsókn

Undanfarna daga hefur 20 manna hópur tékkneskra sveitarstjórnarmanna verið í heimsókn á Vesturlandi til að kynna sér vinnu sveitarfélaganna í fjórðungnum að umhverfismálum. Ferðin er að mestu leyti kostuð af þróunarsjóði EFTA, en fyrirtækið Environice í Borgarnesi undir stjórn Stefáns Gíslasonar hefur haft veg og vanda af skipulagningunni, í samvinnu við Vaxtarsamning Vesturlands og ráðgjafarstofuna MCN í Prag. Tékkarnir komu hingað til lands með flugi sl. föstudag og náðu háttum í Borgarnesi. Á laugardaginn ferðaðist hópurinn um Borgarfjarðarhérað og kynnti sér m.a. starfsemi Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri undir leiðsögn Ragnars Frank Kristjánssonar forseta sveitarstjórnar Borgarbyggðar.

Bjarni Guðmundsson leiddi Tékkana í allan sannleika um Hvanneyri og starfið þar. Hann endaði sína kynningu í Landbúnaðarsafninu þar sem m.a. fyrir augu bar fyrstu dráttarvélina af Zetor-gerð sem flutt var hingað til lands. Einnig var farið í heimsókn í Andakílsárvirkjun, auk þess sem komið var við hjá Deildartunguhver,  Hraunfossa, Húsafelli og endað í Reykholti þar sem séra Geir Waage tók á móti gestunum og fór á kostum í kynningu sinni um staðinn. Í Reykholti var snæddur kvöldverður að loknum erilsömum degi.

 

Á sunnudag lá leiðin vestur á Snæfellsnes, þar sem Erla Björk Örnólfsdóttir tók á móti gestunum, fylgdi þeim í eyjasiglingu í hryssingslegu veðri á Breiðafirði og vísaði þeim leið á Eldfjallasafnið í Stykkishólmi. Þaðan var svo haldið vestar á nesið, þar sem Tékkarnir kynntu sér rekstur Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls, auk þess að heimsækja Djúpalónssand og fleiri áhugaverða staði innan marka þjóðgarðsins. Dagurinn endaði á kvöldverði í veitingastaðnum Gamla Rifi.

 

Fyrri hluta mánudagsins kynntu gestirnir sér lausnir Stykkishólmsbæjar í úrgangsmálum, heimsóttu Náttúrustofu Vesturlands og fræddust um Earth Check vottun Snæfellsness, svo eitthvað sé nefnt. Eftir hádegi lá leiðin síðan í Borgarnes á nýjan leik, þar sem dagskráin endaði með heimsókn í fólkvanginn í Einkunnum.

 

Á þriðjudagsmorgni heimsóttu Tékkarnir ráðhús Borgarbyggðar og hlýddu á fyrirlestur um rekstur sveitarfélaga á krepputímum og sitthvað fleira. Eftir það lá leiðin í grunnskólann, þar sem gestirnir kynntu sér umhverfisstarf undir merkjum grænfánans. Um hádegisbil var svo haldið áleiðis í Hvalfjörð. Þar var farið yfir sambúð sveitarfélags og stóriðjufyrirtækja, leikskólinn Skýjaborg heimsóttur og loks tekið hús á Arnheiði Hjörleifsdóttur ferðaþjónustubónda á Bjarteyjarsandi. Úr Hvalfirði lá leiðin um Þingvelli og þaðan til Reykjavíkur um kvöldið. Tékkarnir héldu síðan heim á leið í bítið á miðvikudagsmorgun.

 

Sjá nánar um heimsókn Tékkanna í Skessuhorni sem kom út í gær.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is