Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2010 12:03

Vilja eignarhald Límtrés Vírnets aftur heim í hérað

Sveitarstjórn Borgarbyggðar og Atvinnuráðgjöf Vesturlands boðuðu til opins fundar í Menntaskóla Borgarfjarðar í gær. Umræðuefnið var staða mála varðandi væntanlegt söluferli á Límtré Vírneti ehf. Í september fer af stað opið söluferli á fyrirtækinu en áhugi í röðum heimamanna er vaxandi fyrir að sameinast um kaup á félaginu. Fjölmenni mætti á fundinn sem þótti staðfesta hversu mörgum er annt um að eignarhaldið á fyrirtækinu færist aftur heim í hérað. Límtré Vírnet byggir á rekstri gamalgróinna fyrirtækja. Límtré á Flúðum framleiðir burðarvirki úr límtré fyrir innlendan og erlendan markað. Vírnet í Borgarnesi framleiðir klæðningar, þakstál og festingar í byggingariðnaði og Yleiningar úr Reykholti í Biskupstungum framleiða einangraðar stáleiningar til bygginga. Auk þess rekur fyrirtækið söluskrifstofu í Kópavogi.

Landbankinn metur verðmæti Límtré Vírnets á bilinu 800 milljónir til einn milljarður króna og vill fá um 20% af því greitt í hlutafé. Það þýðir að safna þarf um 170 - 200 milljónum króna. Ekki liggja fyrir gögn eða reikningar frá fyrirtækinu og verða þau ekki aðgengileg fyrr en söluferlið hefst.

 

Lagt var til á fundinum að stofnaður yrði fimm manna vinnuhópur til að hefjast handa við að finna áhugasama einstaklinga og safna hlutafé. Verkefnið færist þannig úr höndum embættismanna en hópurinn getur þó leitað aðstoðar til sveitarstjórnar eða atvinnuráðgjafar SSV ef vill. Ákveðið var að fjórir fulltrúar þessa undirbúningshóps yrðu valdir á fundinum en fimmti fulltrúinn yrði tilnefndur af starfsmannafélagi Límtrés Vírnets. Fundarmenn skipuðu þau Pétur Geirsson, Jón Haraldsson, Guðstein Einarsson og Hebu Soffíu Björnsdóttur í hópinn.

 

Starfsfólkið stærstu verðmætin

Stefán Logi Haraldsson, framkvæmdastjóri Límtré-Vírnets, var meðal þeirra sem ávarpaði fundargesti. Taldi hann meðal annars upp þau verðmæti sem í fyrirtækinu liggja. Áþreifanlegar eignir í formi fasteigna eru 5000 fermetra húsnæði í Borgarnesi, aðrir 5000 fermetrar á Flúðum og 2000 fermetrar í Reykholti. Samtals á fyrirtækið þannig um 12.000 fermetra af húsum. Önnur verðmæti eru viðskiptasambönd sem fyrirtækið hefur; sölusamningar við dreifingaraðila helstu byggingavörusala á landinu og þau samskipti sem fyrirtækið á við sína birgja, erlenda sem innlenda. En stærstu verðmæti þessa fyrirtækis segir Stefán Logi vera starfsfólkið, mannauðinn. Hann sagðist engar áhyggjur hafa af því að sá aðili sem kaupir Límtré Vírnet hafi áhuga á að fara með fyrirtækið eða starfsemi þess í burtu af svæðinu. Verðmæti þess liggi að miklu leyti í að starfsemin verði áfram í Borgarnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is