Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2010 07:01

Grásleppuveiðin meira en tvöfaldaðist hjá Hólmurum

„Við erum mjög ánægðir með vertíðina þótt veiðin hjá okkur hafi ekki aukist jafn mikið og hjá þeim sem sóttu á norðursvæðið, við Breiðafjarðareyjarnar,“ segir Álfgeir Marinósson grásleppusjómaður í Stykkishólmi, en þar muna menn ekki eftir jafngóðri vertíð og nú í sumar. Vertíðinni lauk 11. ágúst sl. og komu samtals á land 2.736 tunnur sem er talsvert meira en tvöföldun frá síðustu vertíð þegar veiddust 1.136 tunnur. Stykkishólmur er í ár aflahæsta verstöðin á grásleppuveiðunum.  Ekki er nóg með að aflabrögð væru meiri hjá Hólmurum en áður heldur er grásleppuverð í hámarki og fjöldi báta meiri, 35 bátar voru gerðir út á veiðarnar í sumar en voru 30 fyrir ári. Áætlað verðmæti aflans sem kom á land í Stykkishólmi vegna grásleppuveiðanna er 430 milljónir.

 

 

 

Álfgeir Marinósson er einn þeirra sem gerir út tvo báta til grásleppuveiðanna og er hann í félagi við Pál Aðalsteinsson í útgerðarfélaginu Stykki ehf. Þeir gera út bátana Önnu Karínu og Fríðu. Þeir félagar veiddu á vertíðinni núna 150 tunnur í stað 126 tunna í fyrra. Aflaverðmætið eftir vertíðina er 24 milljónir brúttó. „Við erum ánægðir með þetta, þótt kostnaðurinn sé líka talsverður. Við máttum ekki vera með nema 200 net í sjó og það er alveg ljóst að á suðursvæðinu var skötuselurinn búinn að éta talsvert af grásleppunni. Veiðin var miklu mun betri á norðursvæðinu,“ sagði Álfgeir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is