Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2010 08:01

Hallveig ehf. í Reykholti

Einleikurinn Hallveig ehf. var frumsýndur í gömlu Reykholtskirkjunni í Reykholtsdal sunnudaginn 18. júlí í sumar. Leikurinn fjallar um ævi Hallveigar Ormsdóttur sem var seinni kona Snorra Sturlusonar og bjó með honum í Reykholti þar til hún lést rétt rúmlega fertug að aldri. Verkið hefur fengið góðar viðtökur en það er leikkonan Margrét Ákadóttir sem fer með hlutverk Hallveigar. Leikinn skrifaði hins vegar Hlín Agnarsdóttir í samvinnu við Margréti. Leikstjóri er Inga Bjarnason og Fitore Berisha og Guðrún Þórðardóttir sáu um búninga og gervi.

Næstu sýningar verða nú um helgina. Í dag og á morgun, laugardag kl. 17, en uppselt er á sýninguna í kvöld. Sýningin tekur um 50 mínútur í flutningi en nánari upplýsingar um hana er að fá á heimasíðu Hallveigar www.hallveig.sida.is eða á www.snorrastofa.is undir Reykholt. Þá er einnig hægt að panta miða í síma 690-1939 og 587-5939.

 

 

 

Ekki eru til miklar heimildir um Hallveigu Ormsdóttur frekar en aðrar konur á Sturlungaöld en hún var dóttir Orms Jónssonar Loftssonar í Odda á Rangárvöllum en fyrri maður hennar var Björn Þorvaldsson Gissurarsonar í Hruna. Talið er að Hallveig hafi fæðst um aldamótin 1200 og látist í Reykholti á Jakobsmessu 25. júlí 1241. Fáar heimildir eru til um ævi Hallveigar og hjónabands hennar og Snorra, en þó er vitað að hún var honum mikill harmdauði. Snorri var veginn tæpum tveimur mánuðum eftir dauða hennar. Þeim varð ekki barna auðið en Snorri eignaðist samtals sex börn með fyrrverandi eiginkonu sinni Hallberu Bersadóttur á Borg á Mýrum og þremur af frillum sínum. Með fyrri manni sínum, Birni, eignaðist Hallveig synina Klæng og Orm.

 

Í nýlegri ævisögu um Snorra Sturluson eftir Óskar Guðmundsson í Véum er að finna þær heimildir sem einleikurinn byggir á. Hallveig Ormsdóttir var vel lesin og menntuð kona komin af evrópskum höfðingja- og konungsættum. Þegar leikurinn hefst er hún stödd í Reykholtskirkju 810 ára gömul og hefur stolist til að lesa það sem sagt er um hana og Snorra í nýjustu ævisögunni um skáldið, lögspekinginn og kvennamanninn Snorra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is