Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2010 02:01

Alþjóðleg hundasýning í reiðhöll Fáks í Víðidal

Um þessa helgi mæta 758 hreinræktaðir hundar af 82 hundakynjum í dóm á hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands.  Megintilgangur hundasýninga er að meta hundana út frá ræktunarmarkmiði hvers kyns og leiðbeina ræktendum þannig í starfi sínu. Sýningin verður haldin í Reiðhöllinni í Víðidal og hefjast dómar kl. 9.00 árdegis bæði laugardag og sunnudag og standa fram eftir degi. Fimm dómarar frá fjórum löndum, Íslandi, Bretlandi, Finnlandi og Króatíu dæma í fimm sýningarhringjum samtímis. Úrslit á sunnudegi hefjast milli 14:30 og 15:00 og kemur þá í ljós hvaða hundar bera af að mati dómara.

 

 

 

Öflugt barna- og unglingastarf er starfrækt innan félagsins og að þessu sinni taka 31 ungmenni þátt í keppni ungra sýnenda föstudaginn  27. ágúst sem hefst kl.18:00.  Dómari í þeirri keppni er Erna Þorsteinsdóttir. Í anddyri reiðhallarinnar verða kynningarbásar um ólík hundakyn. Þar gefst gestum og gangandi kostur á að kynnast hundum og ræða við hundeigendur auk þess sem á staðnum verða fjöldinn allur af sölu- og kynningarbásum þar sem ýmis tilboð verða í gangi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is