27. ágúst. 2010 01:01
Norðurlandamót stúlkna 12-20 ára í skák hefst í dag í Reykjavík og lýkur á sunnudaginn. Þetta er í fjórða skipti sem keppnin fer fram og í fyrsta skipti sem hún fer fram á Íslandi. Þátt taka 34 stúlkur, í þremur flokkum, frá öllum Norðurlöndunum nema Finnlandi. Þar af eru 13 íslenskar stúlkur. Mótið átti upphaflega að fara fram í apríl en var frestað vegna ótryggra flugsamgangna til og frá landinu. Tvær stúlkur frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar taka þátt í mótinu, systurnar Tinna Kristín og Hulda Rún Finnbogadætur fra Hítardal. Teflt verður í þremur aldursflokkum. Tinna Kristín teflir i elsta flokki f. 1990 - 93 og Hulda Rún i miðflokki f. 1994 - 96. Tinna Kristín hefur auk þess verið valin i skáklandslið kvenna sem tekur þátt í Ólympíumóti kvenna í skák í Síberíu síðari hluta septembermánaðar.