29. ágúst. 2010 11:59
Bandalag íslenskra græðara (BIG) heldur upp á tíu ára afmæli sitt um þessar mundir. Félagið samanstendur af níu aðildarfélögum græðara sem stunda óhefðbundnar lækningar og hafa allir gengist undir lágmarks menntunarkröfur sem eru viðurkenndar af heilbrigðiskerfinu. Aðildarfélögin eru; Aromatherpyfélag Íslands, Craniosacralfélag Íslands, Organon - fagfélag hómópata, Cranio - félag höfuðbeina- og spjaldshryggsjafnara, Félag íslenskra heilsunuddara, Félag lithimnufræðinga, Samband svæða- og viðbragðsfræðinga á Íslandi, Shiatsufélag Íslands og Svæðameðferðarfélag Íslands. Einnig er bandalagið félagi í NSK sem er norræn samtök fólks sem vinnur við heildrænar meðferðir. Í samtökunum sitja fulltrúar regnhlífasamtaka frá öllum Norðurlöndunum á þessu sviði.
Lög um Græðara voru samþykkt á Alþingi árið 2005. Þar var brotið blað í íslensku þjóðfélagi gagnvart óhefðbundnum lækningum. Í tilefni þessa áfanga í sögu BIG verður haldin ráðstefna dagana 4. og 5. september næstkomandi á Grand hótel. Hún er öllum opin. 3. september verður einnig á sama stað opnunarhátíð fyrir aðildarfélögin og haldin áhugaverð örnámskeið sem eru öllum opin. Báða dagana verða sölu- og kynningarbásar staðsettir fyrir framan ráðstefnusalinn, þar sem kynntar verða heilsutengdar vörur og þjónusta. Það er opið öllum án gjalds.
Heimasíðan BIG er www.big.is
-fréttatilkynning