Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2010 08:01

Orkuveitan stórhækkar gjöld fyrir vatn og orku

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á föstudaginn "fjölþættar ráðstafanir sem ætlað er að styrkja rekstur fyrirtækisins, gera því mögulegt að standa við skuldbindingar gagnvart lánardrottnum og tryggja jafnframt áframhaldandi þjónustu við viðskiptavini sína," eins og segir í fréttatilkynningu. Veigamesta breytingin snýr að viðskiptavinum á veitusvæði fyrirtækisins, en ákveðið var að hækka gjaldskrá þess um 28,5% frá 1. október nk. Þær hækkanir snerta íbúa á Akranesi og Borgarfirði meðal annarra. Þá verður hagrætt í rekstri og eignir seldar. Gert er ráð fyrir að gjaldskrárhækkunin skili Orkuveitunni fjórum milljörðum króna og að hagræðing skili fyrirtækinu liðlega tveimur milljörðum króna á ári. Rauntekjur Orkuveitunnar, af annarri starfsemi en heildsölu til stóriðju, hafa rýrnað verulega á undanförnum árum. Matsfyrirtæki og lánveitendur lýsa áhyggjum af þeirri þróun. Orkuveitan gat því að óbreyttu ekki staðið undir endurgreiðslu lána sinna, enda hafa skuldir fyrirtækisins tífaldast á síðasta áratug, eru nú 220 milljarðar króna.

 

 

 

 

Ýtir undir hækkun vísitölu

Algengur orkureikningur fjögurra manna fjölskyldu í fjölbýli hækkar um 2.400 krónur á mánuði og fjölskyldu af sömu stærð í 130 fermetra einbýli um 2.750 krónur, eða 28,5%. Við hækkunina aukast heimilisútgjöld viðskiptavina OR að jafnaði um 0,7% en að teknu tilliti til markaðshlutdeildar eru áhrifin 0,39% á vísitölu neysluverðs.  Algengt er að rafmagn og heitt vatn á veitusvæði OR fyrir 100 fermetra íbúð kosti nú um 8.800 krónur á mánuði eða um 106.000 á ári. Eftir hækkun verður mánaðarreikningurinn um 11.200 krónur eða um 135.000 í orkuútgjöld á ári. Mánaðarleg útgjöld vegna heits vatns og rafmagns aukast því um 2.400 krónur. Einstakir liðir orkureikningsins hækka mismikið við breytinguna 1. október. Þannig hækkar gjald fyrir dreifingu rafmagns um 40%, rafmagnsverðið um 11% og verð á heitu vatni um 35%. “Gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur skal hér eftir halda raungildi sínu og taka mið af almennu verðlagi í landinu,” segir í tilkynningu frá OR.

 

Hagræðing og sala eigna

Gert er ráð fyrir að draga saman rekstur OR um liðlega tvo milljarða króna á ári með hagræðingu í áföngum til ársins 2012. Þar af munu aðgerðir áranna 2009 og 2010 skila 900 milljóna króna sparnaði.

Stefnt er að því að selja eignir sem tilheyra ekki kjarnastarfsemi OR. Dæmi um slíkt eru  eignarhlutir í ýmsum félögum, til dæmis í HS Veitum og Landsneti, landareignir og lóðir sem skilja má jarðhitaeignir frá, til dæmis Hvammsvík í Kjósarhreppi og Berserkseyri á Snæfellsnesi, fasteignir á borð við Hótel Hengil, sem rekið er í fyrrum starfsmannahúsi á Nesjavöllum, og veitingastaðinn Perluna í Reykjavík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is