Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2010 02:40

Starfsemi Elkem að komast í eðlilegt horf

Einar Þorsteinsson forstjóri Elkem Íslandi segir að framleiðsla og starfsemi Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga sé nú óðum að komast í eðlilegt horf eftir banaslys sem varð í verksmiðjunni í lok júní sl. og rannsóknar á slysinu í kjölfarið. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru birtar fyrir tíu dögum og sagt frá þeim í Skessuhorni í síðustu viku. Einar segir að breytt verkferli í verksmiðunni hafði nánast engin áhrif á framleiðslu verksmiðjunnar, þar á meðal framleiðslu dýrari málmsins sem byrjað var að framleiða fyrir nokkrum misserum. Hann segir að starfsmenn verksmiðjunnar hafi sýnt ótrúlega þrautseigju á síðustu vikum. Aðspurður sagði hann að vissulega hefði verksmiðjan orðið fyrir talsverðum fjárhagsskaða þar sem allt framleiðsluferlið fór úr skorðum í kjölfar slyssins og rannsóknarinnar í kjölfarið.

 

 

 

„Við höfum ekkert verið að velta okkur upp úr kostnaðinum og höfum ekki tekið það saman. Það er annað sem skiptir miklu meira máli og nú vonumst við til að við taki betri tímar,“ segir Einar Þorsteinsson forstjóri Elkem á Íslandi í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is