31. ágúst. 2010 07:01
Á morgun, miðvikudaginn 1. september, hefst nýtt kvótaár í sjávarútvegi. Þá fyllast hafnir landsins lífi á ný eftir veiðihlé hjá mörgum síðan í vor. Þessi mynd var tekin á bryggjunni á Arnarstapa á Snæfellsnesi síðasta föstudag. Þar var afar rólegt um að litast, líklega var þó einn bátur á sjó. Körin voru hrein og snyrtilega upp röðuð á hafnarbakkanum, tilbúin að taka við fiski smábátanna á nýju kvótaári.