Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. ágúst. 2010 10:13

Faxaflóasund var þreytt á laugardaginn

Félagar í Sundfélagi Akraness syntu sitt árlega Faxaflóasund frá Reykjavíkurhöfn og á Langasand á Akranesi síðasta laugardag. Sundið er um 22 kílómetrar og er safnað áheitum til styrktar félagsstarfi SA og er það jafnframt helsta fjáröflun sundmanna fyrir æfingabúðir erlendis 2012. Lagt var af stað frá Reykjavík snemma morguns og land tekið á Langasandi um klukkan 15:30. Sundið fer þannig fram að einn sundmaður syndir í einu í fylgd hafnsögubáts frá Faxaflóahöfnum og björgunarbáts frá Björgunarfélagi Akraness. Alls syntu 16 ungmenni, mislengi eftir aldri, að jafnaði um 10 mínútur í senn. Faxaflóasundið gekk vel en sumir kvörtuðu þó undan öldugangi, sérstaklega hafi pusað á fólk þegar synt var fyrir mynni Hvalfjarðar. Hópurinn var því þreyttur en glaður þegar landi var loks náð, hálfum sjöunda tíma eftir að lagt var af stað.

Eftir hópnum beið heitur pottur í sandinum, sem gerður hafði verið daginn áður við busavígslu nýnema í FVA. Að lokinni heitri sturtu á Langasandi var haldið í pizzaveislu í boði Gamla Kaupfélagsins enda sundmennirnir svangir eftir þrekraunina.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is