Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. ágúst. 2010 11:25

Hvalveiðarnar ganga eins og í sögu

Í morgun kom 109. hvalurinn á land í Hvalstöðinni í Hvalfirði á þessari vertíð. Það var Hvalur 8 sem þá kom til hafnar. Hvalur 9 kom með tvo í stöðina á sunnudaginn. Að sögn Gunnlaugs Fjólar Gunnlaugssonar skiptast skipin á um að koma inn sitt hvorn daginn. „Veiðarnar hafa gengið eins og í sögu, þrátt fyrir að þokan hafi legið svolítið við ströndina að undanförnu og skipin því þurft að sigla lengra eða allt upp í 200 mílur út,“ segir Gunnlaugur Fjólar í samtali við Skessuhorn. Hann segir talsvert af skólafólki hafa unnið við hvalinn í sumar og af þeim sökum orðið mannaskipti núna að undanförnu. Hvalur hf. hefur leyfi til veiða 150 landreyðar í sumar og reyndar 25 dýr til viðbótar frá síðustu vertíð. Gunnlaugur Fjólar segir að miðað við ganginn á vertíðinni séu góðar horfur á að takist að veiða kvótann á þessari vertíð, en reyndar gerist þokan oft aðgangshörð á miðunum þegar haustar.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is