01. september. 2010 07:01
Annað kvöld, fimmtudaginn 2. september, verður haldinn íbúafundur á Akranesi um fyrirhugaðar breytingar á sorphirðu. Fundurinn verður haldinn í Tónbergi, sal Tónlistarskólans, og hefst klukkan 20:00. Þar verða kynntar fyrirhugaðar breytingar á sorphirðu í sveitarfélaginu þar sem markmiðið er að auka endurvinnslu og þjónustu við íbúa. Íbúar fá afhenta græna tunnu undir endurvinnanlegan úrgang, til viðbótar við þá tunnu sem fyrir er. Með þessu móti má draga umtalsvert úr urðun sorps og auka endurvinnslu. “Ástæða er til að hvetja fólk til að mæta fundinn og kynna sér málefnið, en frekari kynning er fyrirhuguð á næstu dögum, m.a. dreifing kynningarefnis í öll hús á Akranesi,” segir í tilkynningu frá Akraneskaupstað.