Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2010 08:01

Hitabylgjan gæti náð til Vesturlands

Heitt loft er nú á leiðinni til landsins frá fellibylnum Daníel sem hefur koðnað niður suðaustur af Nýfundnalandi. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við Skessuhorn að veðurspár hafi verið mjög misvísandi frá degi til dags um stefnu lægðarinnar, sem reyndar muni ekki ná til landsins, og þar með vindátt þegar loftið berst hingað. Áætlað sé að þessi hitabylgju fari að láta til sín taka á landinu á fimmtudag eða föstudag, einkum fyrir norðan og austan.

Trausti segir allt eins líklegt að hitabylgjan nái til Vesturlands, einkum í Borgarfjörðinn, en það sé þó háð bæði vindátt og úrkomumagni með lægðinni og það sé hvorutveggja óvissu háð. Standist spár um suðaustan átt með lægðinni verði úrkoman talsverð á Vesturlandi og þar með hitinn ekki eins mikill.

 

 

 

„Það er alveg ljóst að hitinn fer einhversstaðar yfir 20 stigin á landinu jafnvel einhverja daga í röð. Samkvæmt síðustu spám er þó líklegt að bylgjunnar fari ekki að gæta hér á landi fyrr en á föstudag,“ segir Trausti. Hann segir mjög erfitt núna að spá nokkra daga fram í tímann, en spáð er hlýju veðri á landinu fram yfir helgi. Trausti segir að horfur séu á því að fellibylurinn Earl, eða Jarlinn, muni ekki hafa áhrif hér á landi. Sá stefni á land og líklegt sé að hann eyðist og kólni þegar hann fari yfir Kanada.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is