Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2010 10:22

NMT farsímakerfið hefur runnið sitt skeið

Þeir sem komnir eru á miðjan aldur muna eftir NMT símunum, sem ruddu braut farsímavæðingar hér á landi og víðar. Þessir símar voru í fyrstu stórir og fyrirferðarmiklir, með áfastri rafhlöðu sem vóg nokkur kíló. Nú er tími NMT símanna hins vegar liðinn og hefur Síminn lokað NMT farsímakerfinu, en það hefur í áratugi þjónað öryggishlutverki bæði til sjós og lands. Nú hefur GSM, 3G og 3G langdrægt kerfi tekið við hlutverki dreifikerfis fyrirtækisins. Tæknilega er NMT kerfið barn síns tíma og ekki lengur framleiddur búnaður í það til uppfærslu. Við lokun NMT kerfisins á Íslandi verður það nú eingöngu rekið í Póllandi og Rússlandi að því er fram kemur á Wikipedia. 

“Síminn hefur rekið NMT kerfið í áratugi og satt að segja þykir okkur svolítið vænt um það en nú er svo komið að dekkun annarra kerfa okkar er sambærileg því sem NMT var og í mörgum tilfellum betri enda þarf fólk ekki lengur að kaupa sérstök NMT handtæki heldur notar 3G/GSM símana sína. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð frá sjómönnum sem hafa tekið 3G langdræga kerfið í notkun því þeir geta nú notað gagnaflutningmöguleikana úti á sjó sem væru þeir í landi,” segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is