Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2010 12:03

Örfá vestlensk sjávarútvegsfyrirtækja meðal kvótahæstu

Nýtt kvótaár í sjávarútvegi hófst í dag. Þegar gluggað er í töflu yfir kvótahæstu fyrirtæki landsins kemur í ljós að HB Grandi er langkvótahæsta fyrirtækið nú við upphaf nýs kvótaárs, eins og reyndar síðustu árin. Fyrirtækið er með alls 26.577.800 þorskígildistonn, eða 9,83% þeirra 270.373.440 þorskígildistonna sem úthlutað var til þessa kvótaárs. Annað fyrirtæki sem er með hluta starfsemi sinnar á Vesturlandi er í 5. sæti listans. Það er Fisk Seafood á Sauðárkróki, sem er með rækjuvinnslu í Grundarfirði, og hefur 4,7% kvótans. Þarna á milli eru Brim með 6,87%, Samherji með 6,07% og Þorbjörn með 5,55%.

 

 

 

Þau eru einungis þrjú vestlensku útgerðarfyrirtækin sem eru í hópi 25 fyrirtækjanna og eru þau öll á Snæfellsnesi. Í 19. sætinu er KG fiskverkun í Rifi með 3.114.554 tonn, 1,15% kvótans. Í 21. sæti Guðmundur Runólfsson í Grundarfirði með 2.806.915 tonn eða 1,04%. Í 25. sætinu er svo Soffanías Cecilsson líka í Grundarfirði með 2.280.737 tonn, eða 0,84%. Hraðfrystihús Hellissands er síðan í 26. sætinu með sömu prósentutölu, en heldur minni tonnafjölda, en allar eru þessar tölur miðaðar við þorskígildi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is