Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2010 01:25

Sveitarfélagið átti að meta væntingarréttinn í smölunarmáli

Úrskurðarnefnd samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins úrskurðaði nýlega í kæru eigenda jarðarinnar Skarðshamra í Norðurárdal gagnvart sveitarfélaginu Borgarbyggð. Málið snérist um að land Skarðshamra var ekki smalað haustið 2009 á kostnað sveitarfélagsins eins og mörg haust þar á undan. Í síðbúnum úrskurði nefndarinnar, sem telur heilar 23 blaðsíður, segir að sveitarstjórn Borgarbyggð hafi verið óheimilt að hafna ósk landeigenda Skarðshamra um að sveitarfélagið framkvæmdi smölun á eigin kostnað. Hinsvegar var vísað frá kröfu landeigenda, Kapals hf. í Kópavogi, um skyldu sveitarfélagsins til að smala Skarðshamralandið framvegis.

 

 

 

Rök sveitarstjórnar fyrir því að henni bæri ekki skylda til að láta framkvæma smölun, þótt það hefði verið gert haustin á undan, voru þau að girðingar væru ekki í lagi við landamerki Skarðshamra og að eigendum bæri að smala sín heimalönd. Úrskurðarnefndin segir hins vegar í úrskurði sínum að kærandi hafi átt réttmætar væntingar til þess að sveitarfélagið yrði við beiðni um smölun vegna ágangs sauðfjár frá aðliggjandi jörð. Ekki hafi verið mikið fjallað um hugtakið réttmætar væntingar á sviði lögfræðinnar en bæði umboðsmaður Alþingis og Hæstiréttur Íslands hafi tekið mið af slíku við úrlausn mála. Sveitarstjórn hafi átt að taka efnislega afstöðu til þessa við afgreiðslu erindisins. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur falið lögfræðingi sveitarfélagsins að yfirfara niðurstöður úrskurðarnefndarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is