Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2010 04:01

Kotbýlið Vík hefur verið hafið til vegs og virðingar

Árið 2003 þegar Daníel Daníelsson og Nína Áslaug Stefánsdóttir kona hans keyptu kotbýlið Vík í Innri Akraneshreppi, nú Hvalfjarðarsveit, voru húsakynni þar ekki beysin. 12 hektara landsskikinn var ekki í nokkurri rækt og ekki einu sinni vegur heim að bænum. Húsið stóð á hóli en nú er búið að fylla framan við það. Elsti hluti hússins stendur ennþá en þau Daníel og Nína rifu viðbyggingu og byggðu nýja. Vegur er kominn heim að húsinu, tún hefur verið ræktað og myndarleg tjörn er komin, sem þegar nýtur vinsælda hjá fuglum. Neðan við húsið hefur grjóthleðslu verið bætt ofan á steyptan sjóvarnarvegg sem fyrir var og vegslóði kominn niður í sjálfa víkina, þar sem skeljasandurinn er allsráðandi og baðströnd eins og hún gerist best. Selirnir gera sig heimakomna á klettana. Þeir eru greinilega öruggir með sig þarna.

Danni og Nína hafa nú selt dóttur sinni og tengdasyni verslunina en eiga áfram húsnæði hennar. Þau hafa endurbyggt Vík og komið sér þar notalega fyrir. Í Skessuhorni sem kom út í dag er ítarlegt viðtal við þau um endurbygginguna og sitthvað fleira úr lífshlaupinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is