Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. september. 2010 07:01

Farið að róast á ferðaþjónustustöðum

Sumarið sem nú sér fyrir endann á hefur verið fremur gott í vestlenskri ferðaþjónustu. Um það eru flestir þeir ferðaþjónar sammála sem blaðamenn Skessuhorns hafa rætt við undanfarnar vikur. Nú undir lok ágúst hefur þó töluvert dregið úr komu ferðafólks í landshlutann. Þessi mynd var tekin við Fjöruhúsið á Hellnum á Snæfellsnesi síðasta föstudag. Þar voru ferðamenn enn á stangli, en töluvert færri en voru í sumar þegar best lét. Að sögn rekstraraðila dró mest úr gestafjölda um það leyti þegar skólarnir voru að hefja göngu sína. Opið verður í Fjöruhúsinu fram í miðjan október.

Þetta litla en vinalega kaffihús hefur mikla sérstöðu því tvímælalaust er það á einum fallegasta stað sem hægt er að hugsa sér fyrir starfsemi sem þessa. Spænskir ferðamenn sem blaðamaður ræddi við síðasta föstudag átti vart orð til að lýsa hrifningu sinni á staðnum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is