Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. september. 2010 11:32

Skuldabréf Jeratúns ehf. sett á athugunarlista

Kauphöll Íslands hefur sett skuldabréf gefin út af Jeratúni ehf., á athugunarlista. Jeratún er einkahlutafélag í eigu sveitarfélaganna Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar,

Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar um byggingu og rekstur skólahúss Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Bera sveitarfélögin ábyrgð á skuldbindingum Jeratúns. Kauphöllin setur þessi skuldabréf á athugunarlista með vísan til ábendingamálsgreinar í áritun endurskoðanda í uppgjöri sem birt var dags. 27. ágúst síðastliðinn. Fram kemur í árshlutareikningi að eigið fé félagsins var um mitt árið neikvætt um 46 milljónir króna þrátt fyrir 25 milljóna króna hlutafjáraukningu á tímabilinu. Tíu milljóna króna tap varð á rekstri félagsins á fyrri hluta ársins. Segir í umfjöllun endurskoðenda að sökum bágrar fjárhagsstöðu félagsins sé ljóst að nokkur óvissa sé um rekstrarhæfi félagins og ljóst að leigutekjur Jeratúns, sem greiddar eru af ríki og þeim sveitarfélögum sem standa að rekstri félagsins, standi ekki undir rekstri félagsins til að Jeratún geti staðið við skuldbindingar sínar.

Hér má sjá árshlutareikninginn í heild sinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is