Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. september. 2010 11:01

Félagsmálaráðuneytið vill ekki fullnýta Jaðar

Stjórn dvalarheimilisins Jaðars í Ólafsvík barst bréf frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu um miðjan síðasta mánuð þar sem það er tilgreint að einungis fáist leyfi fyrir tíu af þeim tólf hjúkrunarrýmum sem verið er að bæta við í viðbyggingu sem tekin verður í notkun í desember næstkomandi. Forsvarsmenn Jaðars töldu sig hafa fulla heimild fyrir 12 hjúkrunarrýmum þegar lagt var af stað með nýbygginguna, en tæpum hálfum milljarði hefur verið varið í bygginguna.  Bæjarráð Snæfellsbæjar bókaði á fundi sínum í síðustu viku vegna þessa bréfs frá ráðuneytinu. Bæjarráð harmar þar mjög þá niðurstöðu ráðuneytisins að ekki eiga að nýta þetta nýja hús til þeirra starfa sem því var ætlað. „Snæfellsbær og ráðuneytið hafa þegar sett í þetta verkefni tæpan hálfan milljarð.

Forsendur þess þegar farið var að stað með verkefnið voru þær að byggja hjúkrunarrými fyrir 12 einstaklinga. Út frá þeim forsendum gekk Snæfellsbær þegar tekin var sú ákvörðun að setja fjármagn í verkefnið, enda hefði verið eðlilegra ef einungis ætti að vera leyfi fyrir 10 hjúkrunarrýmum að verkið hefði verið miðað við það. Bæjarráð Snæfellsbæjar skorar á ráðherra að endurskoða afstöðu sína með tilliti til þeirra forsenda sem farið var af stað með þegar hafist var handa við bygginguna.“

 

Í bókun bæjarráðs er einnig tekið fram að undanfarna áratugi hafi ekki verið hægt að taka á móti öllum þeim einstaklingum sem þurft hafa á þessari þjónustu að halda og hafa þeir þurft að fara annað að sækja hana. Með nýja húsnæðinu opnist sá möguleiki að hægt sé að taka við þessum einstaklingum og veita þeim þá þjónustu sem þeir þurfa í heimabyggð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is