Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. september. 2010 04:31

Réttað hálfum mánuði fyrir lögboðinn tíma

Bændur í gamla Álftaneshreppi á Mýrum smöluðu hluta afréttar síns í dag, hálfum mánuði fyrir lögboðna smölun, en rétta á samkvæmt fjallskilareglugerð í Grímsstaðarétt mánudaginn 21. september nk. Bóndi einn úr Álftaneshreppnum gamla hafi samband við Skessuhorn og kvaðst ekki sáttur við þennan gjörning sveitunga sinna. Kvaðst hann hafa sett sig í samband við Ólaf Dýrmundsson ráðunaut út af málinu. Hann hafi sagt sér að breyting sem þessi, þar sem farið væri á skjön við ákvæði fjallskilareglugerðar, væri lögbrot og afar slæmt fordæmi sem verið væri að gefa með því. Skessuhorn náði ekki tali af Ólafi til að fá þessi ummæli staðfest milliliðalaust frá honum. Afréttarnefnd Álftaneshrepps fundaði 26. ágúst sl. en á þeim fundi var ekkert bókað um fyrirhugaða smölun í þessari viku eða ósk um leyfi til sveitarstjórnar þess efnis eins og 9. grein fjallskilareglugerð gerir ráð fyrir.

Guðrún Sigurðardóttir á Leirulæk er formaður afréttarnefndar. Hún sagði í samtali við Skessuhorn í dag að það hafi ekki verið fyrr en eftir þann fund sem farið var að ræða um snemmbúna smölun.

 

Páll S Brynjarsson sveitarstjóri í Borgarbyggð vissi ekki af smöluninni og Grímstaðarétt í dag og vísaði fyrirspurninni til Finnboga Leifssonar formanns fjallskilanefndar Borgarbyggðar. Finnbogi segir að komi til slíkra ákvarðana, eins og hjá Álfthreppingum, þurfi að bóka um það á fundi, annað sé ólöglegt, og sækja um leyfi til sveitarstjórnar. Hinn vegar tók hann fram að skerpa mætti á ýmsum ákvæðum fjallskilareglugerðar.

 

Guðrún á Leirulæk var stödd í Grímsstaðarétt í dag þegar blaðamaður náði tali af henni. Aðspurð kvaðst hún búast við því að þessi smölun væri ekki lögleg, en hún hefði talað við alla fjáreigendur í sveitinni og þeir ekki sett sig upp á móti smöluninni. Guðrún segir að farið hafi verið inn á fjallið að Grenjum og gamla Hraundalsbænum og fénu smalað þaðan. Aðspurð hvers vegna ráðist hafi verið í smölunina nú sagði Guðrún að féð hafi verið komið niður að afréttargirðingunni og lagst þar. „Við vildum ekki missa það niður í sveit og svo er líka hærra verð fyrir kjötið þessar fyrstu vikur sláturtímans,“ sagði Guðrún.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is