05. september. 2010 11:41
Þessi mynd var tekin af myndarlegu bláberjalyngi í Borgarfirði í gær. Þar líkt og á Snæfellsnesi og víðar um vestanvert landið hefur berjaspretta verið óvenjulega góð í sumar. Nú fer hins vegar hver að verða síðastur að nýta þennan jarðar ávöxt þar sem sumri er tekið að halla og berin orðin mikið þroskuð. Við hressilega haustlægð fjúka þau af lynginu þegar þannig háttar til.