Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2010 11:49

Bændur segja sláturleyfishafa sniðganga viðræður við sig

Mikil ólga er meðal sauðfjárbænda vegna fyrirkomulags á verðskrám sláturleyfishafa í ár. Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu stóð fyrir opnum fundi með sláturleyfishöfum sl. föstudagskvöld til að fara yfir þessi mál.  Fundurinn var haldinn í Búðardal og mættu þangað á annað hundrað bændur víðsvegar af Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Allir sláturleyfishafar, sem slátra lömbum af þessum svæðum, voru boðaðir á fundinn en athygli vakti að einungis einn framkvæmdastjóri af fjórum sá sér fært að mæta.  Margir fundarmenn lýstu furðu sinni yfir því að sláturleyfishafar sniðgengu bændur með þessum hætti.  “Þetta átti að vera kjörið tækifæri fyrir bæði sláturleyfishafa og bændur að ræða saman en sú skoðun virðist ekki vera hjá sláturleyfishöfum,” segir Jón Egill Jóhannsson formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu í samtali við Skessuhorn.

Á fundinum kom fram megn óánæja með verðskrárfyrirkomulag á dilkakjöti þetta árið.  “Sérstaklega voru menn mjög ósáttir með þessa þrepaskiptingu í verðum og var það álit manna að hún gerði ekkert annað en að mismuna bændum því ekki geta allir komið með sitt fé til slátrunar á fyrstu vikum sláturtíðar,” segir Jón Egill.

 

Fundarmenn samþykktu samhljóða eftirfarandi ályktun:

“Opinn fundur sauðfjárbænda, haldinn í Dalabúð, 3. september 2010, tekur undir nýlega ályktun stjórnar Landssamtaka sauðfjárbænda varðandi verðskrár sláturleyfishafa.  Fundurinn skorar einnig á sláturleyfishafa að endurskoða nú þegar verðskrár sínar og greiða sama verð frá og með 39. viku og út haustið.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is