Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. september. 2010 10:13

Skagamenn burstuðu Gróttu

Áhorfendur á Akranesvelli sl. laugardag fengu mikið fyrir peninginn, skemmtilegan leik í ágætis veðri þar sem mörkin komu eins og á færibandi. ÍA-liðið lék mjög vel í leiknum, gegn reyndar slöku og áhugalausu liði Gróttu, sem var ótrúlegt þar sem Gróttumenn eru í harðri samkeppni við Fjarðabygg um áframhaldandi dvöl í 1. deild. Skagamenn hefur verið að styrkjast að undanförnu og liðið sýndi mikinn styrk í leiknum á laugardaginn þar sem framherjarnir röðuðu inn mörkum og urðu lokatölur 6:1. Með sigrinum er ÍA komið í 5. sæti deildarinnar með 29 stig líkt og ÍR en 13 mörkum betri markatölu. Þessi lið mætast í næstsíðustu umferðinni í Breiðholtinu nk. laugardag.

 

 

 

Mörkin létu ekki á sér standa móti Gróttu. Gary Martin kom Skagamönnum yfir strax á 8. mínútu. Andri Júlíusson bætti síðan við mörkum á 21. og 31. mínútu og Hjörtur Júlíus skoraði fjórða markið á 41. mínútu. ÍA-liðið var hins vegar illa á verði tveimur mínútum síðar þegar Gróttumenn fengu tíma til að athafna sig í teignum og skora.

Þetta mark veitti gestunum smávon en það voru samt Skagamenn sem héldu áfram að sækja í seinni hálfleiknum líkt og þeim fyrri. Óli Valur Valdimarsson gerði vonir Gróttumanna að engu þegar hann sendi boltann lengst utan af vinstri kanti í fallegum boga yfir Kristján Finnbogason í marki Gróttu. Þetta gerðist á 64. mínútu og 68. mínútu fullkomnaði svo Andri Júlíusson þrennu sína þegar hann skallaði í markið eftir góðan undirbúning Gary Martin, sem reyndar kom að undirbúningi fleiri marka í leiknum. Það kom því ekki á óvart þegar strax eftir leikinn var gengið frá árssamningi við breska leikmanninn, enda hefur hann hleypt miklu lífi í sóknarleik Skagamanna auk þess að skora sjálfur fimm mörk í þeim sex leikjum sem hann hefur verið í byrjunarliði.

Annars var allt Skagaliðið að spila vel í þessum leik og sýndi leikgleði og dugnað. Vörnin stóð fyrir sínu og á miðjunni voru nafnarnir Gunnarsson og Leósson með góða baráttu og dugnað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is