Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. september. 2010 10:45

Sögufélagið og Gerður Kristný verðlaunuð úr Minningarsjóði Kirkjubólshjóna

Úthlutað var verðlaunum úr Minningarsjóði Guðmundar Böðvarssonar skálds frá Kirkjubóli og Ingibjargar Sigurðardóttur konu hans við athöfn í Snorrastofu í Reykholti í gær. Úthlutað er nú úr sjóðnum annað hvert ár. Fyrst voru veitt Borgfirsku menningarverðlaunin. Að þessu sinni hlaut þau Sögufélag Borgarfjarðar fyrir ötult starf á liðnum áratugum. Þá hlaut Gerður Kristný rithöfundur Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar. Að Minningarsjóði hjónanna frá Kirkjubóli standa ýmis samtök en sjóðurinn var stofnaðu 1970. Stærsti einstaka framlag í hann er ágóði af sölu húss skáldsins á Kirkjubóli en auk þess hafa ýmis félög og fyrirtæki gefið í sjóðinn. Stjórn sjóðsins skipa fulltrúar frá Búnaðarsamtökum Vesturlands, Rithöfundasambandinu, afkomendum Kirkjubólshjóna, Ungmennasambandi Borgarfjarðar og Kvenfélagasambandi Borgarfjarðar.

Menningarverðlaunin hlaut nú Sögufélag Borgfirðinga, sem stofnað var 7. desember 1963. Langstærsta verkefni þess hefur verið útgáfa Borgfirskrar æviskrár en því riti hefur Þuríður Kristjánsdóttir frá Steinum ritstýrt síðustu tvo áratugina. Þá hefur Sögufélagið gefið út Íbúatal Mýra- og Borgarfjarðarsýslu með reglulegu millibili frá 1965 og Borgfirðingabók sem nú í vor kom út í ellefta skipti, en sjöunda skipti frá endurreisn þess rits árið 2004.

 

Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar hlaut Gerður Kristný rithöfundur. Hún hefur gefið út fjölda bóka og hefur skipað sér á stall með fremstu núlifandi skáldum landsins þrátt fyrir að vera einungis fertug að aldri.

Við athöfnina fór Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri með ljóð eftir nafnana Guðmund Inga Kristjánsson frá Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði og Guðmund Böðvarsson skáld frá Kirkjubóli í Hvítársíðu. Þá las Steinunn Jóhannesdóttir ljóð eftir Guðmund Böðvarsson. Böðvar Guðmundsson lýsti ljóðaverðlaunum sjóðsins og afhenti þau en Bjarni Guðráðsson lýsti Menningarverðlaununum og afhenti Snorra Þorsteinssyni formanni Sögufélags Borgfirðinga verðlaunin. Í hlut beggja verðlaunahafa komu 500 þúsund krónur.

 

Á myndinni er stjórn Minningarsjóðsins og verðlaunahafar. F.v. Böðvar Guðmundsson, Steinunn Ásta Guðmundsdóttir, Gerður Kristný, Bjarni Guðráðsson, Snorri Þorsteinsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Steinunn Sigurðardóttir og Steinunn Eiríksdóttir.

Ljósm. bhs.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is