07. september. 2010 06:45
Starfsmenn Vélsmiðju Árna Jóns ehf. í Rifi hafa nú lokið við að leggja á þak og hliðar vatnsverksmiðjuhússins í Rifi og telst það því fokhelt. Húsið er 7.300 fermetrar, sem gerir það að stærsta húsinu á Snæfellsnesi og ef ekki á öllu Vesturlandi ef frá er talinn kerskáli Norðuráls á Grundartanga.