07. september. 2010 10:14
Ásbjörn Óttarsson, alþingismaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samgöngunefnd Alþingis hefur farið fram á fund í nefndinni vegna vinnubragða eftirlitsnefndar sveitarfélaga. Sveitarstjórnarmenn hafa gert alvarlegar athugasemdir við aðferðir nefndarinnar við mat á fjárhagsstöðu sveitarfélaga, sem og við það að þurfa að lesa um væntanlegar bréfaskriftir nefndarinnar við sveitarfélög í blöðunum, áður en þau hafa fengið bréfin send. Óskar Ásbjörn eftir að fulltrúar eftirlitsnefndarinnar mæti á fundinn.