08. september. 2010 08:01
Í tilefni af alþjóðadegi læsis, í dag miðvikudaginn 8. september, er þess farið á leit við blöð víða um heim að þau birti sögu fyrir börn. Skessuhorn hefur orðið við beiðni um það. Sagan “Goðsögnin um tár Litla hestsins,” er ævintýrasaga í 12 köflum eftir metsöluhöfundinn Mary Maden. Sagan verður birt í Skessuhorni, fyrsti kafli hennar í dag og síðan vikulega til og með 24. nóvember nk. Foreldrar eru hvattir til að leyfa börnum sínum að fylgjast með og lesa söguna, en tilgangurinn er, eins og nafn verkefnisins bendir til, að auka lesskilning og bæta læsi.